Fréttir
Í næstu viku er að hefjast ótímabundið verkfall frístundaheimila í Reykjavík ef ekki nást samningar. Íþróttarúta Ármanns og Þróttar mun halda áfram að ganga þrátt fyrir verkfall. Það er á ábyrgð foreldra/forráðarmanna að koma börnum á réttan stað svo þau geti nýtt hana. 

Stoppistöðvar rútunnar:

Vogasel: Strætóskýlið fyrir framan Menntaskólan í Sund.
Glaðheimar: Bílaplanið fyrir framan Glaðheima.
Laugarsel: Bílaplanið fyrir framan Laugarnesskóla.

Fyrri ferð: 

Brottför frá Vogaseli 14:25 
Brottför frá Glaðheimum 14:35 
Brottför frá Laugarseli 14:45   

Seinni ferð: 

Brottför frá Vogaseli 15:20 
Brottför frá Glaðheimum 15:30 
Brottför frá Laugarseli 15:40

Vonandi mun þetta létta undir með foreldrum og börnum í hverfinu. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið þið samband 🙂