Grunnhópar
Í grunnhópum fimleikadeildar er uppbyggingarstarf félagsins unnið. 

Ks og Kd hópar eru ætlaðir börnum á síðasta ári á leikskóla. 
As og Ad hópar eru hannaðir fyrir byrjendur í fimleikum í 1.-5. bekk, og lengra komnum byrjendum. Skipt er í hópa eftir aldri og hvar börnin eru stödd í æfingaferlinu.
Bs og Bd hópar æfa og keppa á innanfélagsmótum og vinamótum í 6. þrepi og 5. þrepi-létt. Þegar iðkendur eru orðnir keppnisfærir í 5. þrepi fimleikastigans er orðið tímabært að velja á milli áhalda-og hópfimleika.