Hópfimleikar

Í Hópfimleikum er keppt í Gólfæfingu, Trampolíni og Dýnustökki. Keppt er ýmist eftir Landsreglum eða Team gym reglum. Landsreglur eru reglur sem einungis eru notaðar hér á landi og meira svigrúm er fyrir keppendur að taka þátt í fleiri umferðum. Team gym reglur eru sam-evrópskar reglur UEG sem notaðar eru þegar lið eru að keppast um að komast á norðurlanda- og/eða evrópumót. Reglurnar þar eru örlítið strangari hvað varðar fjölda keppenda og val æfinga. Einnig er keppt eftir Team-gym reglum á evrópu- og norðurlandamótum. Í hópfimleikum er keppt í þrem flokkum: Kvennalið, Karlalið og svo Mix-lið sem samanstendur af keppendum af báðum kynjum. Hópfimleikar eru blanda af líkamlega erfiðum æfingum sem krefjast mikils aga og einbeitingar og sterkri liðsheild.

Hópfimleikar skiptast í flokka eftir aldri iðkanda:

  • Meistaraflokkur – 16 ára og eldri
  • 1.flokkur – 13-17 ára
  • 2.flokkur – 14-15 ára
  • 3.flokkur – 12-13 ára  
  • 4.flokkur – 10-11 ára
  • 5.flokkur – 9 ára

Í keppni í yngri flokkum mega vera 12-14 einstaklingar í hverju liði en 8-12 í 1. flokki og meistaraflokki.

Gólfæfingar: Dans með mynstri og takbreytingum, jafnvægi og hopp sem liðsmenn framkvæma í takt.

Trampólín: Tilhlaup tekið að trampólíni með miklum krafti fyrir stökkið sem tekið er í loftinu með  eða án hests. Í keppni eru teknar þrjár umferðir á lið.

Dýnustökk: Stökk gerð á dýnu/fibergólfi sem gerir iðkandanum kleift að ná framm krafti í stökkið. Gerðar eru þrjár umferðir og verða þær aðframkvæmdar bæði framm og aftur.

Ítarlegri upplýsingar um keppnisreglur og kröfur eru á síðu Fimleikasambands Íslands.

http://fimleikasamband.is/index.php/mot/hopfimleikar/krofur-mota-i-hopfimleikum