Um áhaldafimleika

Fimleikar eru íþrótt sem felur í sér æfingar sem þarfnast styrks, liðleika, lipurðar, samhæfingar og jafnvægis. Á Íslandi eru fimleikar í gríðarlegri sókn og er nú svo komið að íþróttin er sú fjórða mest stundaða á Íslandi. Fimleikar eru jafnframt næst mest stundaða íþrótt 16 ára og yngri og næst mest stundaða kvennaíþróttin.

Fimleikum er stýrt af Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) og í Evrópu af Evrópska fimleikasambandinu (UEG).

Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt.  Á Íslandi eru í dag stundaðar þrjár tegundir af fimleikum, Áhaldafimleikar, Hópfimleikar og Almenningsfimleikar.

Í áhaldafimleikum er æfingar gerðar á mismunandi áhöldum. Þau eru gólf, stökk, kvennatvíslá, slá, karlatvíslá (samsíða), bogahestur, hringir og svifrá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Fimleikar krefjast mikils aga, bæði líkamlega og andlega. Íþrottin er mjög tæknilega erfið og eru æfingar oft langar og krefjandi.

Áhaldafimleikar

Áhaldafimleikar er einstaklingsíþrótt sem skiptist eftir kyni í Áhaldafimleika Karla og Áhaldafimleika Kvenna. Karlar keppa á sex áhöldum: gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, karlatvíslá (samsíða) og svifrá, á meðan konur keppa á fjórum áhöldum: stökki, kvennatvíslá, jafnvægisslá og á gólfi.

Á Íslandi er keppt eftir Íslenska fimleikastiganum sem gefinn er út á fjögura ára fresti af Alþjóðlega Fimleikasambandinu FIG. Fimleikastiginn skiptist í þrep eftir aldri og getu iðkandans. Þegar 5. þrepi er náð hefst keppni á FSÍ mótum en þrepin neðar eru ætluð fyrir innanfélagsmót og vinamót. Í fimleikastiganum eru skylduæfingar sem iðkanndinn verður að framkvæma í sinni rútínu á hverju áhaldi. Ítarlegar upplýsingar um Íslenska fimleikstigan er hægt að fá á síðu Fimleikasambands Íslands.

http://fimleikasamband.is/index.php/mot/ahaldafimleikar/islenski-fimleikastiginn