Karfa
armann karfa

Sumaræfingar Körfuknattleiksdeildar Ármanns hefjast 14.júní í Íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Skráning fer fram á Körfubolti | Vefverslun (sportabler.com).

Hér má sjá sumaræfingatöflu körfuknattleiksdeildar:

Kenn sumar 2021 Sheet1 1

Eins og margir vita kom upp leki í Laugardalshöllinni og höfum við þurft að færa allar æfingar úr höllinni í önnur húsnæði. Komin er bráðabirgðaæfingatafla og rútuáætlun sem mun ferja alla iðkendur fram og til baka frá Ármanni til Íþróttakennara Háskólans. Þetta eru töluverðar breytingar en við þurfum að gera það besta úr erfiðum aðstæðum.

Ef þið hafið einhverjar spurninga ekki hika við að hafa samband við Odd yfirþjálfara (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Eið íþróttafulltrúa (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Karfa covid t ri

Æfingar körfuknattleiksdeildar hefjast mánudaginn 4.september. Æfingar fyrir 1-4. bekk verða einnig í boði í Langholtsskóla í haust og er það nýjung sem við bindum miklar vonir við. Undanfarin ár hafa æfingar eingöngu verið í Laugarnesskóla og Íþróttakennaraháskóla Ísland en núna bætist Langholtsskóli við. 

Hægt er að sjá æfingatöfluna með því að smella hér.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á armenningar.felog.is.

Páskahappdrætti Ármanns 2021

Hér að neðan má sjá vinningsnúmer úr páskaeggjahappdrættinu. Páskaeggin verður hægt að sækja í íþróttamiðstöðina Laugaból (Ármannsheimilið) , Engjavegi 7.


Afhending verður sem hér segir:

·        Föstudagur 26.03 milli klukkan 10:00-14:00.

·        Mánudagur 29.03 milli klukkan 10:00-14:00

  • Þriðjudagur 30.03 milli klukkan 10:00-12:00
  • Miðvikudagur 31.03 milli klukkan 12:00-14:00


Ef einhverjir komast ekki vegna Covid er hægt að hafa samband í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ásdís Inga Theódórsdóttir í 5. bekk, Sóley Anna Myer og Björg Guðmundsdóttir í 6. bekk voru söluhæstar og fá þær páskaegg númer 9 í verðlaun.

Við þökkum frábæra þátttöku í happdrættinu þetta árið og óskum sigurvegurum til hamingju með páskaeggin sín. 

Páskahappdrætti körfuknattleiksdeildar Ármanns.


Dregið var í páskahappdrætti körfuknattleiksdeildar Ármanns og viljum við þakka kærlega fyrir þátttökuna.

Hér fyrir neðan má sjá vinningsmiðana.

Sækja má vinninga á skrifstofu Ármanns.