Almennar beltakröfur og námsefni

Að fara í beltapróf

Beltapróf er mikilvægur og persónulegur atburður en þá gefst nemendum tækifæri á að sýna hvað þeir hafa lært og færast með þeim hætti lengra í atburðarás listarinnar. Mikilvægt er að próftakar séu tilbúnir og að lögð sé vinna í undirbúning og er mikilvægt að mæta tilbúin í beltapróf. Próftakar eiga að mæta tímanlega í próf (a.m.k. 30 mín. áður) skrá sig og greiða prófgjald. Sameignileg upphitun er fastur liður í beltaprófi ásamt stuttri kynningu yfirþjálfara/prófdómara. Próf hefjast ávallt á lægstu beltum sem skipt er í hópa eftir fjölda próftaka. Beltapróf getur tekið allt frá 45 mín. upp í 2 tíma, allt eftir því hvaða belti er verið að taka, fjölda próftaka og hentugsemi yfirprófdómara.

Áhersla er lögð á eftirfarandi atriði í beltaprófi, óháð beltagráðu:

  • Huglægir þættir; viðhorf, afstaða og jafnvægi
  • Tæknilegir þættir; færni próftaka
  • Líkamsástand; þol og styrkleiki
  • Skilningur og snyrtimennska (þá er átt við að gallinn sé hreinn og snyrtilegur, belti rétt bundið, neglur snyrtar og sítt hár sé bundið o.s.frv.)
Kennarar taka ákvörðun um hvort nemandi er tilbúin í beltapróf og sjá um forskráningu. Nemendur þurfa að virða forskráningu og bera ábyrgð á að þeir séu skráðir. Að undirbúa beltapróf er töluverð vinna sem allir taka þátt í til að beltapróf fari vel fram.


Eftirfarandi reglur gilda um KUP beltapróf, óháð aldri og beltagráðu:

  1. Nemendur verða að vera skráðir í beltapróf af þjálfara
  2. Próftakar mega ekki skulda æfingagjöld
  3. Æfa þarf í 3 mánuði frá síðasta beltaprófi en í sex mánuði frá 5-1 kup
  4. Próftakar verða að sýna kurteisi í beltaprófi
Beltakröfur með myndum
8. kup – prentútgáfa (Appelsínugult belti)
7. kup – prentútgáfa (Grænt belti)
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með