Námsefni

Almennar beltakröfur og námsefni

Beltakröfur eru aðgengilegar í Dojang (æfingastað)

 

Að fara í beltapróf

Beltapróf er mikilvægur og persónulegur atburður en þá gefst nemendum tækifæri á að sýna hvað þeir hafa lært og færast með þeim hætti lengra í atburðarás listarinnar. Mikilvægt er að próftakar séu tilbúnir og að lögð sé vinna í undirbúning og er mikilvægt að mæta tilbúin í beltapróf. Próftakar eiga að mæta tímanlega í próf (a.m.k. 30 mín. áður) skrá sig og greiða prófgjald. Sameignileg upphitun er fastur liður í beltaprófi ásamt stuttri kynningu yfirþjálfara/prófdómara. Próf hefjast ávallt á lægstu beltum sem skipt er í hópa eftir fjölda próftaka. Beltapróf getur tekið allt frá 45 mín. upp í 2 tíma, allt eftir því hvaða belti er verið að taka, fjölda próftaka og hentugsemi yfirprófdómara.

Áhersla er lögð á eftirfarandi atriði í beltaprófi, óháð beltagráðu:

  • Huglægir þættir; viðhorf, afstaða og jafnvægi
  • Tæknilegir þættir; færni próftaka
  • Líkamsástand; þol og styrkleiki
  • Skilningur og snyrtimennska (þá er átt við að gallinn sé hreinn og snyrtilegur, belti rétt bundið, neglur snyrtar og sítt hár sé bundið o.s.frv.)
Kennarar taka ákvörðun um hvort nemandi er tilbúin í beltapróf og sjá um forskráningu. Nemendur þurfa að virða forskráningu og bera ábyrgð á að þeir séu skráðir. Að undirbúa beltapróf er töluverð vinna sem allir taka þátt í til að beltapróf fari vel fram.


Eftirfarandi reglur gilda um KUP beltapróf, óháð aldri og beltagráðu:

  1. Próftakar mega ekki skulda æfingagjöld
  2. Próftakar skulu vera meðlimir að TKÍ og eiga TKÍ passa (árgjald er greitt af félaginu og er innifalið í æfingagjöldum)
  3. Æfa þarf í 3 mánuði frá síðasta beltaprófi en í sex mánuði frá 5-1 kup
  4. Nemendur verða að vera skráðir í beltapróf af þjálfara
  5. Próftakar verða að sýna kurteisi í beltaprófi


Beltakröfur með myndum — ATHUGIÐ! Enn er verið að vinna í þessari útgáfu. Skoðið orðalistana hér að neðan líka!

8. kup – prentútgáfa (Appelsínugult belti)
7. kup – prentútgáfa (Grænt belti)

Orðalistar

Beltakröfur – 10. kup – Gul rönd

Beltakröfur – 9. kup – Gult belti

Beltakröfur – 8. kup – Appelsínugult belti

Beltakröfur – 7. kup – Grænt belti

Beltakröfur – 6. kup – Blátt belti

Beltakröfur – 5. kup – Blátt belti með rauðri rönd

Beltakröfur – 4. kup – Rautt belti

Beltakröfur – 3. kup – Rautt belti með svartri rönd

Beltakröfur – 2. kup – Tvær svartar rendur

Beltakröfur – 1. kup – Þrjár svartar rendur

Beltakröfur – heild

 

Munstur/form

Poomsae er sýndarbardagi eða munstur sem samanstendur af vörnum og árásum með höndum og fótum. Þessi munstur læra iðkendur Taekwondo og þarf að læra nýtt fyrir hvert beltapróf.

Á þessari síðu eru myndbönd af poomsae Taegeuk 1-8.

 

Annað

Á Taekwondo Wikia má finna alls kyns upplýsingar. Þetta er alfræðirit sem almenningur viðheldur sjálft, svipað og Wikipedia. Viðfangsefnin eru ótal, en hér er t.d. hlekkur á Taegeuk formin, en í hverju formi má finna m.a. lýsingar, 1-2 myndskeið um hvert form, teikningar, o.fl: http://taekwondo.wikia.com/wiki/Taegeuk

Á vefsvæði Kukkiwon má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar með smá þolinmæði. Tækni-svæðið er t.d. ágæt frumheimild: http://www.kukkiwon.or.kr/front/pageView.action…

Með því að grafa sig í gegnum Tæknisvæðið hjá Kukkiwon, þá er hægt að nálgast „Education Media Center“ hjá þeim, sem er vel þess virði að kíkja á, þrátt fyrir tímafrekt skráningarferli: http://taekwonedu.kr/

Annað ágætis alfræðirit rekið af nokkrum áhugasömum aðilum á netinu er Taekwondo Preschool. Það eru oft ágætis lýsingar hjá þeim, og tölvutæknin er beitt til þess að gefa aðra sýn á upplýsingarnar en finna má annarsstaðar: http://www.taekwondopreschool.com/

Á Black Belt Wiki má finna upplýsingar um Taekwondo og fjölmargar aðrar bardagalistir. Það er því einnig vert að vita af þessari upplýsingaveitu: http://www.blackbeltwiki.com/taekwondo" target="_blank" rel="nofollow" style="box-sizing: border-box; color: rgb(0, 136, 204); cursor: pointer; touch-action: manipulation; background-color: transparent; transition-duration: 0.3s; transition-timing-function: ease; transition-property: color;">http://www.blackbeltwiki.com/taekwondo

Á Youtube má t.d. finna rásina ForumTaekwondo, sem inniheldur ýmis gagnleg myndskeið. T.d. má þar finna „playlista“ með grunntækni s.s. Jireugi, Chigi, Chagi, Seogi, og Makki hreyfingum:
https://www.youtube.com/playlist…

Á Youtube má einnig finna rásina GingerNinjaTrickster, en „playlistinn“ hans fyrir spörk er bæði fróðlegur og skemmtilegur, eins og annað efni sem má finna á rásinni hans


Þáttaröðin „Taekwondo Step by Step“ með Andrew Grant finnst í bútum hér og þar á netinu með aðstoð leitarvéla, en þetta eru að því er virðist rúmlega 200 þættir, hver á bilinu 8-10 mínútur að lengd. Það er farið ítarlega í mikið af smáatriðum í þessari þáttaröð. 

Taekwondo Eiðurinn
Lög um neyðarvörn
Reglur DoJang

Beltakröfur og leiðbeiningar frá Islev Taekwondo Klub (TTU kröfur)
Beltakröfur og leiðbeiningar frá Lyngby Taekwondo Klub (TTU kröfur)