22

Okt

Karl Sören Theodórsson stökk 2,88 m í stangarstökki á Bætingamóti Fjölnis sem haldið var 23. september sl. Þar með bætti hann 11 ára gamalt Íslandsmet utanhúss í 13 ára aldursflokki en fyrra met var 2,81 m. Til gamans má geta að þessi árangur Karls Sörens er 9. besti árangur í stangarstökki utanshúss á þessu ári.

18

Okt

Það var flottur hópur Ármenninga sem tók þátt á Bronsleikum ÍR laugardaginn 8. október sl. Margir voru að stíga sín fyrstu spor á hlaupabrautinni í keppni. Það verður gaman að fylgjast með þessum duglegu krökkum á komandi mótum. Sjá fleiri myndir frá mótinu á Facebook-síðu Ármanns.  

17

Okt

Fimleikafjör hjá Ármanni. Meistarahópar verða með fjáröflun í vetrarfríinu fyrir börn í 1. - 4. bekk. Föstudaginn 21/10 Mánudaginn 24/10 Þriðjudaginn 25/10 Frá 9:00-12:00 Verð 2500,- Skráning á  https://www.sportabler.com/shop/armann

12

Okt

Fyrstu sundskólar tímabilsins eru nú að klárast. Ný námskeið hefjast fljótlega, skráning fer fram í gegnum Sportabler - https://www.sportabler.com/shop/armann/sund
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með